Getur góð þýðing á bókmenntum falið i sér inngildingu?

Rafstöðvarvegur 7, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Hitt Húsið
04, maí 2024
Opið frá: 11.30 - 12.15

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Íslendingar eru bókaþjóð og mikill meirihluti landsmanna hefur áhuga á bókalestri og í gegnum tíðina hafa íslendingar kynnst ólíkum menningarheimum með því að lesa þýddar bækur. Er hægt að tengjast betur í gegnum þýddar bókmenntir? Það er aftur á móti stækkandi hópur sem les lítið sem ekkert bækur. Hvernig getum við snúið af þeirri braut og náð til breiðari hóps? Geta þýðingar verið hluti að því ferli?

Hallgrímur Helgason er einn þekktasti rithöfundur Íslendinga og hafa bækur hans verið þýddar yfir á fjölmörg tungumál.

Veronika Egyed er menntuð í bókmenntum, málvísindum og heimspeki við ELTE Háskólann í Búdapest. Hún lærði íslensku við Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í íslenskum miðaldafræðum.

Luciano Dutra er með BA gráðu í íslensku með áherslu á þýðingar frá Háskóla Íslands. Hann á Sagarana editora forlagið sem leggur áherslu á að gefa út þýddar bókmenntir á Íslandi og í Brasilíu. Luciano hefur hlotið Orðstír, heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál.

Málstofan er frá 11:30-12:15 og er á íslensku.

Skráning: https://forms.office.com/e/AC7e8A3xyG

Svipaðir viðburðir

Vortónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands
Velkomið sólskin - Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur
Leikum að list! Keramiksmiðja
Íslenska töluð með hreim – hefur það áhrif á samskipti í daglegu lífi?
“Farðu bara heim til þín” samtal um menningarfordóma.
Opið, öruggt og kurteist samtal - spjall um fjölbreytileika og valdeflingu
Ekkert um okkur án okkar – Konur af erlendum uppruna í opinberri umræðu.
Fjölmenningarfærni – sitjum við öll við sama borð?
Menningarsendiherrar
Hvernig þróum við samfélagstúlkun í breyttu samfélagi?
Getur góð þýðing á bókmenntum falið i sér inngildingu?
Flugdrekar – fjölskyldusmiðja með Arite Fricke
Dr. Bæk í Kópavogi
Samskipti: Íslenska með hreim
Viðhorf: Hvað eru menningarfordómar?
Lýðræði: Menningarsendiherrar taka pláss
Matti og Maurún - Hulinn heimur íslenskra maura
Samskipti: Þýðingar og bókmenntir
Lýðræði: Immigrant Women Forum
Viðhorf: Að sitja við sama borð – um fjölmenningarfærni

#borginokkar