Upplifanir
MeiraSöfn

Söfn í Reykjavík
Reykjavík hefur upp á margt að bjóða fyrir áhugafólk um listir, bókmenntir og menningu. Hér getur þú séð lista yfir söfnin og skipulagt sannkallaðan menningardag í borginni

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús
Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk.

Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur.

Listasafn Reykjavíkur Ásmundarsafn
Ásmundur var einn af frumkvöðlum höggmyndalistar hér á landi og hannaði bygginguna að mestu leyti sjálfur á árunum 1942-1959.

Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir
Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar.