Teaserboxes
Landnámssýningin
Landnámssýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Hlutverk safnsins er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur.
Sky Lagoon - thermal spa
Sky lagoon at sunset
AN ALL-NEW ICELANDIC EXPERIENCE MINUTES FROM DOWNTOWN REYKJAVÍK A thermal spa inspired by nature & culture.
Þjóðminjasafn Íslands
.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu.

Nýlistasafnið
Art gallery in Iceland

Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af breiðum hópi myndlistamanna, sumir hverjir höfðu verið meðlimir í SÚM og aðrir voru enn við nám. Nýló er listamannarekið safn og sýningarrými, vettvangur uppákoma, umræðna og gagnrýnar hugsunar.

Reykjavik Escape

Fyrirtækið Reykjavik Escape býður upp á nýja tegund afþreyingar sem farið hefur eins og eldur í sinu um jarðkringluna undanfarin ár. Um er að ræða svk. “Flóttaleiki” (e. real life escape games) þar sem hópur tekst á við það verkefni að komast út úr sérhönnuðu herbergi sem er fullt af vísbendingum, gátum og þrautum.

Flyover Iceland
People at FlyOver Iceland ride

Flyover iceland notar nýjustu tækni til að veita þér raunverulega flugupplifun. Þú hangir í festingu fyrir framan 300 fermetra hnattlaga sýningartjald með fætur í lausu lofti og horfir á myndina okkar, sem fer með þig í æsispennandi ferðalag um ísland.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn setur svip sinn á Laugardalinn og hefur notið síaukinna vinsælda. Í garðinum eru fleiri dýr en margan grunar. Íslensk húsdýr, villt íslensk spendýr, fuglar og framandi dýr frá ýmsum heimshornum.

Bláfjöll
.

Bláfjöll er stærsta skíðasvæðið á Íslandi og þekkt fyrir sína sérstöku náttúrufegurð. Bláfjöll bjóða upp á skíðaleigu og skíðakennslu og þegar svæðið er opið er hægt að taka rútu frá Reykjavík til Bláfjalla.

Skautahöllin
.

Skautahöllin er mikið mannvirki, rúmlega 3.700 fermetrar að stærð, þar af er sjálft svellið 1.800 fermetrar. Skautahöllin tekur allt að 1.000 manns í sæti.

Perlan
Perlan Museum

Stórkostlega stjörnuverið okkar er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er byggt inn í einn tank Perlunnar og er hluti sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru.

Pönksafn Íslands
Pönksafnið

Pönksafnið heiðrar tónlist og tíðaranda sem hefur mótað tónlistarmenn og hljómsveitir til dagsins í dag, fólk sem þorði að vera öðruvísi.

Viðey
Viðey Island on a beutiful day

Viðey er afar gróðursæl og var öldum saman talin ein besta bújörð landsins. Þar bjuggu menntamenn og áhrifamenn í íslensku samfélagi og þar sjást enn ummerki túna og hlaðinna garða.

Listasafn Íslands
Listasafn Íslands - National Art Gallery of Iceland

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. 

Listasafn Einars Jónssonar

Listasafn Einars Jónssonar var fyrsta listasafnsbyggingin sem reist var hér á landi  og markaði bygging þess upphaf byggðar á Skólavörðuholti í Reykjavík.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hýsir höggmyndir og teikningar eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara ásamt heimildum um listamanninn og er miðstöð rannsókna á list hans.

Smárabíó
.

Smárabíó rúmar um 1.000 manns í sæti í fimm sölum en í öllum sölum er fullkomin stafræn tækni ásamt Real D þrívídd og búnaði til að horfa á beinar útsendingar.

Kringlan
Kringlan módel ofan í bolla

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 180 verslanir auk veitingastaða, kvikmyndahús og bókasafns.

Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

 

Bíó Paradís
Bíó Paradís outside

Bíó Paradís or Cinema Paradise, is a modern, 4-screen venue for independent films, local documentaries & shorts, with a cafe & bar.

Íslenska óperan

Íslenska óperan er Ópera allra landsmanna. Frá stofnun hennar árið 1980 hafa meira en 400.000 gestir sótt sýningarnar. Verkefnavalið er mjög fjölbreytt, allt frá vel þekktum óperum til nýrra íslenskra verka sem pöntuð eru af Íslensku óperunni.

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um langt árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum enda fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis.

Íslenski dansflokkurinn

Íslenski dansflokkurinn er framsækinn nútímadansflokkur skipaður úrvalsdönsurum í hæsta gæðaflokki. Dansflokkurinn er sjálfstæð ríkisstofnun með aðsetur í Borgarleikhúsinu.

Grasagarðurinn
A bridge in the botanical garden

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Í garðinum eru varðveittir um 5000 safngripir af um 3000 tegundum.

Heiðmörk
Heiðmörk on a beautiful day

Heiðmörk er stærsta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og eitt það vinsælasta. Á hverju ári sækir yfir hálf milljón gesta Heiðmörk heim og nýtur þar fjölbreyttrar útivistar og náttúru.

Esja
Mount Esja

Esja er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins en hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði, til að mynda við skógræktina við Mógilsá.

Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu.

Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið er stærsta og best búna leikhús landsins, 10.400 fermetrar að stærð. Að auki telst það í hópi best búnu leikhúsa Evrópu. 

Íslenska óperan

Íslenska óperan er Ópera allra landsmanna. Frá stofnun hennar árið 1980 hafa meira en 400.000 gestir sótt sýningarnar. Verkefnavalið er mjög fjölbreytt, allt frá vel þekktum óperum til nýrra íslenskra verka sem pöntuð eru af Íslensku óperunni.

Grafarholtsvöllur

Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og er völlurinn rúmlega 50 ára gamall. 

Korpúlfsstaðavöllur

Korpúlfsstaðavöllur er gríðarlega skemmtilegur golfvöllur sem er vafinn í kringum íbúðahverfi í Grafarvogi.

#borginokkar