Kvintettinn Kalais

Hamraborg 6, 200 Kópavogur

Dagsetningar
Salurinn í Kópavogi
12, maí 2024
Opið frá: 13.30 - 14.30

Vefsíða https://salurinn.kopavogur.is/event/kvintettinn-kalais/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Kvintettinn Kalais heldur tónleika í Salnum sunnudaginn 12. maí klukkan 13:30.

Kvintettinn er skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeim Martial Nardeau flautuleikara, Matthíasi Nardeau óbóleikara, Grími Helgasyni klarínettleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara. Þeir félagarnir munu leika tvö verk eftir flautuleikara hópsins. Annað verkið nefnist Divertissement eða Gletta, en hitt Missir og verður það frumflutt á þessum tónleikum.

Martial lætur af störfum í Sinfóníuhljómsveitinni í haust og með þessum tónleikum er hann að kveðja þessa meðleikara sína til margra ára. Verkin eru hugleiðingar hans og minningar í tónum um árin í hljómsveitinni.

Tónleikarnir eru rúmlega hálftíma langir og án hlés. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Kópavogsbær og Menningarsjóður FÍH styrkja tónleikana.

Svipaðir viðburðir

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík
Listin talar tungum: Leiðsögn á frönsku
skart:gripur – leiðsögn og sýningarlok
Vorverkin í garðinum
OPNUN: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
SKART
Listamannsspjall: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
Málþing um sýningahönnun
Í tíma og ótíma
AI \ NI
Orðasmiðja | "eins og"
Leikum og lögum – útsaumsnámskeið með Adriana Torres
Nordic Flamenco "Northern Pulse" - a Helsinki-based international Flamenco group show
Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
skart:gripur
Leiðsögn sýningarstjóra: Aðgát
Smiðja | Pödduhótel
Vinur minn ánamaðkurinn
Reykjavík ... sagan heldur áfram

#borginokkar