VV sögur

Laugavegur 18, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Hús máls og menningar
17, júní 2022 - 18, júní 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 14.00 - 15.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vv-sogur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Ós Pressan býður til bókmenntaviðburða þar sem döff bókmenntir eru í sviðsljósinu. VV sögur (e. visual vernacular) eru einkennandi fyrir döff bókmenntir þar sem þær byggja á látbrigðum, látbragði og persónusköpun sem er skiljanlegar þvert á táknmál heimsins.
VV sögur er samstarfsverkefni Ós Pressunnar, Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar þar sem döff einstaklingar læra mismunandi aðferðir til þess að búa til sína VV sögu. Tvö námskeið voru haldin í maí og verða þær VV sögur sem þar urðu til sýndar á myndbandi. Þriðja og síðasta námskeiðið er áætlað að verði í ágúst og er opið öllum sem tala íslenskt táknmál og vilja læra mismunandi aðferðir við það að búa til VV sögur.
Viðburðirnir fara fram á íslensku og íslensku táknmáli, eru öllum opnir og gestum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar veitir Anna Valdís Kro, verkefnastýra verkefnisins, í síma 863-1338 og á netfangið avkro1978@gmail.com

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði og viðburðirnir hlutu styrk úr Viðburðapotti Sumarborgarinnar 2022.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar