Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10

Aðalstræti 10, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarsögusafn
07, maí 2022 - 01, júní 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/landnamssyningin/syningar/adalstraeti
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Fjölskylduvæn og fræðandi sýning um þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.

Hin nýja sýning teygir sig neðanjarðar frá Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, sem er Aðalstræti 10. Sýningin er framhald af Landnámssýningunni og rekur sögu byggðar í Reykjavík allt frá landnáminu til samtímans. Áhersla er lögð á að draga fram þætti úr sögu Reykjavíkur, varpa ljósi á daglegt líf íbúanna og tíðarandann í aldanna rás. Efnistök og nálgun miða að því að ná sem best til allra notendur Borgarsögusafns Reykjavíkur. Sýningunni er ætlað að vekja áhuga og spurningar - og koma á óvart, með fjölbreyttri miðlun og upplifun. Með þessari nýju sýningu verður mikilvægi Aðalstrætis sem sögumiðja Reykjavíkur undirstrikað enn frekar. Borgarsögusafn Reykjavíkur mun verða áberandi í hjarta gamla miðbæjarins og nærumhverfi. Allt er þetta mikil lyftistöng fyrir elstu götu Reykjavíkur og stór áfangi í menningarlífi borgarinnar.

Aðgöngumiðinn gildir bæði í Aðalstræti 10 og á Landnámssýninguna í Aðalstræti 16.

Svipaðir atburðir

Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Christopher Taylor │ Nálægð
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Lífið á landnámsöld
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Gletta
Án titils
Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett - Kammerópera í tónleikauppfærslu
Spilum og spjöllum á íslensku
Siljan | myndbandsgerð
Naglinn | Gul Birta
Ingi Bjarni | Farfuglar – Tónleikar og útgáfuhóf
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Hádegistónleikar í Hafnarborg – Erla Björg Káradóttir
KK í MENGI
Opin sögustund

#borginokkar