ThreeSisters800_600

Þrjár systur - Flipp festival

Rafstöðvarvegur 6, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Elliðaárstöð
26, júní 2022
Opið frá: 16.00 - 17.00

Vefsíða https://www.hringleikur.is/flipp-festival.html
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Þrjár systur hlægja saman, gráta, njóta og gera það sem gera þarf í þessari fyndnu og fallegu nýsirkussýningu. Sýningin er innblásin af Norrænum konum, af sögum þeirra og samböndum, stöðu þeirra innan samfélagsins á árum áður og hvernig hún hefur breyst (eða ekki breyst) í nútímanum. Sýningin byggir á mögnuðum loftfimleikum, jafnvægislistum og dans-akróbatík.

Eistneski sirkushópurinn Big Wolf Company samanstendur af þremur ungum konum sem nýta sirkuslistir til að segja mikilvægar samfélagslegar sögur með húmorinn að vopni. Big Wolf Company eru leiðandi afl í þróun sirkuslista í heimalandi sínu og á Eystrasaltslöndunum.

Sýningin er án orða og hentar áhorfendum óháð tungumáli. Hún er 45 mínútur að lengd og hentar börnum frá 5 ára aldri og uppúr. Sýningin fer fram utandyra og eru áhorfendur hvattir til að mæta klæddir eftir veðri.

Fyrir sýninguna er boðið upp á opna sirkussmiðju sem öllum er frjálst að taka þátt í. Nýsirkussýningin

Þrjár systur er hluti af Flipp Festival - sirkushátíð Hringleiks, sem haldin er í fyrsta sinn 25. og 26. júní.

Flipp Festival er styrkt af Barnamenningarsjóð, Reykjavíkurborg og Nordisk Kultur Fund. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Elliðaárstöð.

Svipaðir atburðir

Landnámssýningin og Reykjavík … sagan heldur áfram
BREK Pop-up tónleikar á Menningarnótt
Listasafn Reykjavíkur á Menningarnótt
Gripið í nál
Örleiðsagnir: Andlit úr skýjum
Baldvin Snær Hlynsson leikur af fingrum fram
Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár
Leiðsögn skrípóteiknara: Sprengikraftur mynda
Örleiðsagnir: Sprengikraftur mynda
Hús fyrir húsdýrin | Húsasmiðja
Smiðja: Klippivíðátta
Rimmugýgur
Tónleikar: Huldumaður og víbrasjón
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Ljósagull │ Húlladúllan á Sjóminjasafninu á Menningarnótt
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
BREK Tónleikar á Café Rosenberg
Fjölskylduleiðsögn og leikur
Barnahendur í Hallgrímskirkju
(In)visible | Ung Nordisk Musik Reykjavík 2022 | Gallery Kannski

#borginokkar