Hið þögla en göfuga mál | Sigurhans Vignir

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
06, mars 2021 - 19, september 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýningin Hið þögla en göfuga mál er yfirlitssýning um ljósmyndaferil Sigurhans Vignir* (1894-1975) en hann starfaði sem ljósmyndari frá 1917 til 1965, lengst af í Reykjavík.

Vignir skildi eftir sig verðmætt filmusafn sem varðveitt er á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í því eru ríflega 40 þúsund myndir, flestar teknar á árunum 1940-1965. Margar þeirra eru þýðingar-miklar heimildir um mannlíf og uppbyggingu íslensks þjóðfélags á fyrstu áratugum lýðveldisins. Viðfangsefnin eru af ýmsum toga en tengjast oftast fjölskrúðugu atferli manneskjunnar frá vöggu til grafar s.s.; skírn barns, stofnun lýðveldis, verkafólk við vinnu, skautahlaup, hernám á hlutlausu þjóðríki, fegurðarsamkeppni í Tívolí, afmæli, hárkollugerð o.s.frv.

Sýningarstjórn og myndaval: Gísli Helgason, Sigríður Kristín Birnudóttir og Kristín Hauksdóttir.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
uppreisn

#borginokkar