Skip to main content

Sumarborgin

Miðborgin hefur verið sett í sérstakan sumarbúning og er margt skemmtilegt um að vera í tengslum við verkefnið. Hryggjarstykkið í þessari vinnu er samvinna borgarinnar og rekstraraðila í miðborginni. Hvergi á landinu er eins mikið af veitingastöðum, verslunum, menningu og annarri þjónustu á einum og sama staðnum eins og í miðborg Reykjavíkur. 

Hægt er að hafa samband á midborgin@reykjavik.is.

 

 

 

 

Kvöldgöngur safnanna 2020

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. 

Hjólabrettagarður á Miðbakkanum

Hjólabrettagarðurinn er hannaður af Eika Helgasyni, sem er atvinnumaður á snjóbretti og hefur haft hjólabrettið sem áhugamál og lífsstíl frá því seint á tíunda áratuginum. Svæðið býður upp á fjölmarga möguleika.

Dansað með Kramhúsinu

Kramhúsið og Sumarborgin bjóða upp á danshlaðborð víða um miðborgina í sumar. Tímarnir eru stuttir, ókeypis og verða á alls konar skemmtilegum stöðum.

Jógatímar fyrir alla

Jógatímar verða haldnir utandyra víða um miðborgina í samvinnu við Pop-Up Yoga Reykjavík. Allir eru velkomnir, bæði byrjendur sem lengra komnir.

Sumarborgin Reykjavík

Borgarráð hefur samþykkt að efla miðborgina sem áfangastað í sumar. Tilgangurinn er að styðja við atvinnulíf á svæðinu en ekki síður að bjóða upp á lifandi mannlíf og menningu fyrir alla. Viðburðum verður fjölgað og borgarrými verða lífguð við og endurgerð.