Skip to main content

Hjólabrettagarður á Miðbakkanum


Hjólabrettagarðurinn er hannaður af Eika Helgasyni, sem er atvinnumaður á snjóbretti og hefur haft hjólabrettið sem áhugamál og lífsstíl frá því seint á tíunda áratuginum. Svæðið býður upp á fjölmarga möguleika.

Miðbakkinn stimplaði sig rækilega inn sem áfangastaður í miðborginni síðastliðið sumar.  Núna í sumar verður áfram líf og fjör á Miðbakkanum, því auk hjólabrettasvæðisins er þarna körfuboltavöllur, borðtennisborð og aðstaða fyrir fólk til að koma saman, dvelja og njóta samveru. Hátalarar eru á staðnum sem hægt er að tengjast þráðlaust.