Skip to main content

Dansað með Kramhúsinu


Kramhúsið og Sumarborgin bjóða upp á danshlaðborð víða um miðborgina í sumar. Tímarnir eru stuttir, ókeypis og verða á alls konar skemmtilegum stöðum. Tímarnir eru alltaf úti og hafa verið til dæmis á Arnarhóli, Vitatorgi og Styttugarði Einars Jónssonar.

Fylgstu með Kramhúsinu á Facebook en þar koma viðburðirnir inn undir nafninu „Dönsum í miðbænum“.