Gletta

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
28, janúar 2023 - 19, mars 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á síðastliðnu ári bættist vegleg gjöf í safneign Hafnarborgar þegar safninu var fært úrval skúlptúra eftir listakonuna Sóleyju Eiríksdóttur (1957-1994) af dóttur hennar, Brynju Jónsdóttur. Af því tilefni er efnt til yfirlitssýningar á verkum Sóleyjar en Sóley var fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Bryndísar Sigurðardóttur og Eiríks Smith, listmálara.

Leirinn var gegnumgangandi efni í listsköpun Sóleyjar en auk þess notaði hún gjarnan steinsteypu og stál við gerð stærri verka. Í upphafi ferils síns vann hún að mestu hefðbundna leirmuni, sem telja má til nytjalistar, en á síðari hluta níunda áratugarins öðlast teikningar og myndefni sem áður hafði prýtt skálar og ker listakonunnar, sjálfstætt líf í þrívíðum verkum. Á yfirlitssýningunni má meðal annars sjá verk af slíkum toga, sem hafa nú bæst við safneign Hafnarborgar, auk fleiri verka sem spanna feril Sóleyjar, sem einkennist af glettnislegum húmor, léttleika og gleði.

Sýningarstjórar eru Aldís Arnardóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir

Sóley Eiríksdóttir lagði stund á nám við málmiðnaðardeild Iðnskólans í Hafnarfirði í eitt ár eftir nám við Flensborgarskólann. Árið 1975 hóf hún svo nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, fyrst við kennaradeild en hún útskrifaðist síðan frá leirlistadeild skólans árið 1981. Sóley sýndi verk sín víða á stuttum ferli, meðal annars á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, Gallerí Langbrók og Listasafni ASÍ, auk þess sem hún hélt sýningar í Bandaríkjunum, Finnlandi, Lúxemburg, Kanada og Þýskalandi.

Svipaðir atburðir

Christopher Taylor │ Nálægð
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Músíktilraunir 1. undankvöld
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Kvikmyndakaffi | Aðlögun og ummyndanir
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Músíktilraunir 2. undankvöld
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Smiðja | Er órói í þér?
Lífið á landnámsöld

#borginokkar