Norrænn morgunn í Ásmundarsal – Tertulia Reykjavík

Freyjugata 41, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ásmundarsalur
15, janúar 2023
Opið frá: 10.00 - 11.00

Vefsíða https://www.tertulianyc.org/events/iceland
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Norrænn sunnudagsmorgun í Ásmundarsal – kaffi og með því frá Reykjavík Roasters. Eftir huggulegan morgunbolla er boðið upp á norræna kammertónlist á efri hæðinni.

Kaffi og með því og stuttur morguntónleikar í Ásmundasal sunnuagsmorguninn 15. janúar.

Nánar um Tertulia Reykjavík:
Tertulia kemur kammertónlist aftur fyrir það sem hún á heima – í skemmtilegu, hátíðlegu umhverfi. Tertulia er skapandi kammertónlistarröð sem hefur á 10 árum spunnið tónlistarflutning og matarupplifun saman í New York, San Francisco og víðar. Tónleikum er komið fyrir á veitingahúsum og börum þar sem gestir eiga því ekki að venjast að heyra fyrsta flokks lifandi kammertónlist. Þannig gefst tækifæri til að snæða á eftirtektarverðum veitingastöðum og heyra framúrskarandi listamenn spila.
Tertulia kynnir nú fyrstu hátíð sína, Tertulia Reykjavík þar sem kammertónlistarmenn frá Evrópu, Bandaríkjunum og Íslandi leiða saman hesta sína á 5 mismunandi stöðum í borginni. hægt er að kaupa miða á staka viðburði eða hátíðina í heild. Allir tónleikarnir eiga það sameignilegt að tengja saman matarupplifun og tónlist.

“A casual atmosphere amid a serious listening experience.” - Washington Post

“…luring the young and the restless to the charms of chamber music.” - The New York Times

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar