Listamannsspjall

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
22, nóvember 2022 - 10, desember 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 16.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Velkomin á listamannsspjall með ljósmyndaranum Elvari Erni Kjartanssyni laugardaginn 10. desember kl. 14. Frítt inn og öll velkomin. Elvar Örn mun segja frá yfirstandandi sýningu sinni, Kerfið, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur ásamt því að veita innsýn í ljósmyndaverkefni sem hann hefur unnið að á Grænlandi undanfarin ár.
Á sýningunni Kerfið leitast Elvar Örn við að draga upp á yfirborðið hið ósýnilega kerfi sem liggur að baki nútíma þægindum og við tökum sem sjálfsögðum hlut.
Frá árinu 2016 hefur Elvar Örn unnið að umfangsmiklu ljósmyndaverkefni þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og myndað þar ýmis rými. Um er að ræða stórt og flókið kerfi sem samanstendur af mannvirkjum, stofnunum og þjónustufyrirtækjum og óteljandi pörtum sem eru innviðir þess. Hvert og eitt þeirra þjónar sínum sérstaka tilgangi og sér til þess að þjóðfélagið nær að ganga sinn vanagang frá degi til dags og við lifum og hrærumst í því nánast óafvitandi.
Elvar Örn býr í Nuuk á Grænlandi og hefur unnið þar að ljósmyndaverkefnum og sýningum tengdum veiðimönnum. Árið 2017 fór hann á milli helstu bæja á hringferð um Grænland í tengslum við ljósmyndaverkefnið „Piniartoq“, sem styrkt var af listasjóðum á Grænlandi.
Á þessu ári ferðaðist Elvar Örn ásamt þremur öðrum í opnum báti yfir 300 km leið á milli níu þorpa til að taka viðtöl og myndir af íbúum Upernavík svæðis á Norður Grænlandi. Bakgrunnur verkefnisins er einföld spurning, það er fyrsta spurningin sem einstaklingur spyr ókunnuga: „hvaðan kemur þú?“ Tekin voru viðtöl við veiðimenn og eiginkonur þeirra ásamt almennum íbúum sem söguðu frá lífinu á einu einangraðasta svæði Grænlands sem jafnframt býr yfir einni ríkustu veiðimannahefð á Grænlandi.
Sunnudagurinn 11. desember er síðasti dagur sýningarinnar Kerfið.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Ljósmyndasafninu. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.
Strætisvagnar stoppa í Lækjargötu (5 mín. gangur) og leiðir 11, 13 og 14 stoppa á Mýrargötu (5-10 mín. gangur).

Svipaðir atburðir

Christopher Taylor │ Nálægð
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Gletta
Án titils
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Naglinn | Gul Birta
Lífið á landnámsöld
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Siljan | myndbandsgerð
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Hádegistónleikar í Hafnarborg – Erla Björg Káradóttir
KK í MENGI
Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett - Kammerópera í tónleikauppfærslu
Spilum og spjöllum á íslensku
Ingi Bjarni | Farfuglar – Tónleikar og útgáfuhóf
Opin sögustund

#borginokkar