Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarður 8, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Sjóminjasafnið í Reykjavík
08, október 2021 - 30, desember 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/sjominjasafnid-i-reykjavik
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á sýningunni Melckmeyt 1659 fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað verður um valda þætti úr sögu skipsins, áhafnar og verslunar á 17. öld. Einnig getur að líta nokkra þeirra gripa sem fundust við rannsóknina. Á kaldri októbernóttu árið 1659 lá hollenska kaupskipið Melckmeyt fulllestað við akkeri og beið heimfarar til Amsterdam þegar ægilegur stormur skall á. Í tvo daga börðust áhafnarmeðlimirnir fimmtán við að bjarga skipinu frá strandi. Baráttan bar ekki árangur, skipið strandaði og einn maður fórst. Skipverjar voru fastir á örlítilli eyju, hundruð kílómetra frá heimkynnum sínum. Samkvæmt annálum höfðu áhafnarmeðlimir vetursetu í Flatey eftir að skip þeirra sökk. Sjóminjasafnið í Reykjavík er hluti af Borgarsögusafni: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Svipaðir atburðir

Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Lífið á landnámsöld
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Christopher Taylor │ Nálægð
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Án titils
Siljan | myndbandsgerð
Gletta
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Hádegistónleikar í Hafnarborg – Erla Björg Káradóttir
KK í MENGI
Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett - Kammerópera í tónleikauppfærslu
Spilum og spjöllum á íslensku
Naglinn | Gul Birta
Ingi Bjarni | Farfuglar – Tónleikar og útgáfuhóf
Opin sögustund

#borginokkar