Samanbrotið landslag | Sýning

Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Árbæ
06, október 2022 - 08, janúar 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 16.00 - 19.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/samanbrotid-landslag-syning
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sæunn Þorsteinsdóttir sýnir listaverk úr landakortum.

Kortin verða þannig að öðru og nýju landslagi heldur en þau áttu að sýna í upphafi.

Landakort draga upp svipbrigði landsins á myndmáli. Kortið er flatt en gefur samt hugmynd um dýpt dala, stærð vatna, lengd fjarða og vekur minningar um eyðifegurð annesja og mikilfengleik fjalla. Uppdrættirnir færa landslag í mælanlegt form með línum og tölum en síðan koma minningar og örnefni og bæta við sögum, lífi og lit.

„Hæðarlínur, tala og nafn færð á pappír og allt í einu get ég haldið á heilu fjalli. Pappírinn er fisléttur en samt finn ég þyngd fjallsins því uppdrátturinn kemur hugmyndinni um fjallið svo vel til skila og í huganum get ég valið um að sjá fjallið fyrir mér blátt í fjarska eða að tylla mér á tindinn og horfa vítt og breitt„ segir Sæunn í hugleiðingu sinni um verkin.

Sæunn lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og tónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík. Frá Háskólanum á Akureyri útskrifaðist hún með B.ed gráðu í Mynd- og tónmennt árið 2005. Einnig hefur hún sótt námskeið í sýningarhönnun og sjónlistum af ýmsu tagi á Íslandi, Austurríki, Bandaríkjunum og Japan. Einkasýningar Sæunnar eru sex talsins auk fjölda samsýninga sem hún hefur tekið þátt í.

Svipaðir atburðir

Christopher Taylor │ Nálægð
Gletta
Án titils
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Siljan | myndbandsgerð
Naglinn | Gul Birta
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Spilum og spjöllum á íslensku
Ingi Bjarni | Farfuglar – Tónleikar og útgáfuhóf
Opin sögustund
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Hádegistónleikar í Hafnarborg – Erla Björg Káradóttir
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
KK í MENGI
Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett - Kammerópera í tónleikauppfærslu
Komdu að leika! | Árbæjarsafn

#borginokkar