Aðskotadýr │Listsýning Hlutverkaseturs

Grandagarður 8, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Sjóminjasafnið í Reykjavík
01, september 2022 - 30, september 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 16.00 - 19.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/sjominjasafnid-i-reykjavik
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Aðskotadýr er yfirskrift listsýningar Hlutverkaseturs í Bryggjusal Sjóminjasafnsins í Reykjavík.

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson mun opna sýninguna fimmtudaginn 1. september kl: 16:00. Sýningin verður opin til kl. 19 á opnunardegi.

Aðskotadýr er listsýning Hlutverkaseturs og er viðfangsefni hennar samspil mannskepnunnar við lífríki sjávar og mengun hafsins. Plasti, pappír og ýmsu öðru sem fellur til úr almennu rusli er breytt í furðudýr sem hóta yfirtöku.
Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á losun úrgangsefna í sjóinn og stuðla að vitundarvakningu um hnattræna mengun.

Sýningin er undir dyggri stjórn Önnu Henriksdóttur sem er listamaður og listkennari í Hlutverkasetri.

Sýningin stendur út september á opnunartíma Sjóminjasafnsins (10 til 17).

Svipaðir atburðir

Elvar Örn Kjartansson │Kerfið
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið í Reykjavík
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Fiskur & fólk | Sýning
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Listamannsspjall
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Jóladagskrá Árbæjarsafns
Vísað í náttúru: verk úr safneign Hafnarborgar
Aðventa í Hafnarborg – hádegisleiðsögn um sýningar safnsins
Jólasýning Listvals í Hörpu
flæðir að – flæðir frá
Lífið á landnámsöld
uppreisn
Dónajól
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Samanbrotið landslag | Sýning
Brynjar Daðason | Myth, not Fiction
Tilbúningur | Fléttaðar stjörnur

#borginokkar