Ingi Bjarni / Anders Jormin / Hilmar Jensson / Magnús T. Eliassen (IS/SE)

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
18, ágúst 2022
Opið frá: 20.00 - 21.00

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/ingi-bjarni-anders-jormin-hilmar-jensson-magnus-t-eliassen-is-se-2/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Ingi Bjarni (píanó), Anders Jormin (kontrabassi), Hilmar Jensson (gítar) og Magnús Trygvason Eliassen (trommur) munu flytja nýja tónlist eftir Inga Bjarna, sem samin er sérstaklega fyrir þessa tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur. Innan tónverkanna verður svigrúm fyrir spunakafla ásamt sveigjanleika í flutningi og túlkun.
Sérstakur gestur er sænski bassaleikarinn Anders Jormin, en Ingi Bjarni naut leiðsagnar hans í námi sínu. Það er óhætt að segja að Anders sé einn færasti kontrabassaleikari Evrópu. Sem tónskáld þá hefur hann gefið út fjölda hljómplatna með eigin verkum, þ.á.m. á þýsku plötuútgáfunni ECM. Hann hefur einnig spilað með fremstu jazz tónlistarmönnum heims á borð við Bobo Stenson, Lee Konitz, Charles Lloyd, Paul Motian, Tomasz Stanko ofl.
Ingi Bjarni : píanó
Anders Jormin : kontrabassi
Hilmar Jensson : gítar
Magnús Trygvason Eliassen : trommur

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar