ASA Tríó + Jóel Pálsson (IS)

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
15, ágúst 2022
Opið frá: 20.15 - 21.15

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/asa-trio-joel-palsson-is/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.
ASA Tríó ásamt saxafónleikaranum Jóel Pálssyni stígur á stokk og leikur efni af glænýrri plötu sem þeir félagar gefa út um þessar mundir, platan nefnist ‚Another Time‘ og var hljóðrituð snemma árið 2020 þegar allt lá í dvala í samfélaginu. Tónlistin samanstendur af verkum eftir alla fjóra meðlimi hljómsveitarinnar og eru sérstaklega samin fyrir þetta verkefni. Áhrifin koma víðsvegar að, allt frá Indí skotnum lagrænum ópusum, ágengum módalverkum, Fönkblúsuðum Búgalúskotnum lögum til meginstefnujazztónsmíða með miðjarðarhafsblæ og margt þar á milli.
ASA Tríó hefur verið starfrækt frá árinu 2005 og hefur gefið út tvo hljómdiska í eigin nafni auk þess að gefa út nokkrar hljómleikaútgáfur sem eru aðgengilegar á stafrænu formi á heimasíðu tríósins. Tríóið skipa gítarleikarinn Andrés Þór, Agnar Már Magnússon orgel- og hljómborðsleikari og Scott McLemore trommuleikari, þeim til fulltingis er svo saxafónleikarinn Jóel Pálsson sem ætti að vera tónlistaráhugafólki að góðu kunnur. Jóel hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi um árabil og gefið út fjölmarga hljómdiska sem hafa hlotið ótal viðurkenninga.
Andrés Þór Gunnlaugsson : gítar
Agnar Már Magnússon : hammond
Scott McLemore : trommur
Jóel Pálsson : saxófónn

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar