BERG (IS/DK)

Tjarnargata 11, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ráðhús Reykjavíkur
15, ágúst 2022
Opið frá: 17.00 - 18.00

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/berg-is-dk-2/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Dansk-íslenski kvartettinn BERG leikur tónlist íslenska saxófónleikarans Snæbjörns Snæbjörnssonar. Snæbjörn býr og starfar í Danmörku þar sem hann hefur leitt saman Mathias Ditlev á píanó, Benjamin Kirketerp á bassa auk trommuleikarans Chris Falkenberg úr mismunandi áttum til að skapa þann hljóðheim sem umlykur draumkenndar melódíurnar sem einkenna bandið. Línuleg sköpun og spuni einkenna þennan kima norræna jazzins og sækir tónlistin innblástur sinn í þjóðlagatónlist og sálma, erlenda sem innlenda.
Stefna BERGs er “tónlist tónlistarinnar vegna” og er kvartettinn óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og leyfa sér að leiða áheyrendur áfram um ný kynni tónlistar sinnar.
BERG gaf út sína fyrstu plötu A.A.P., í árslok 2020 og hefur platan hlotið mikið lof gagnrýnenda í Danmörku. Platan er “óður heim, hvar sem það kann að vera” og BERG hlakkar til að koma fram og spila tónlistina, heima, á Jazzhátíð Reykjavíkur.
Snæbjörn Snæbjörnsson : saxófónn
Mathias Ditlev : píanó
Benjamin Kirketerp : bassi
Chris Falkenberg : trommur

Ókeypis aðgangur

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar