Ómar Guðjónsson

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
14, ágúst 2022
Opið frá: 19.30 - 20.30

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/omar-gudjonsson-is/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.
Ómar Fortíðar – Útgáfutónleikar
Ómar leikur á fetilgítar (pedal steel) melódíur úr íslenskri fortíð, gömul sönglög frá 3ja, 4ða og 5ta áratug síðust aldar þessi sönglög hljóma nú í nýjum útsetningum þeirra Ómars, Tómasar Jónssonar og Matthíasar Hemstock.
Ómar Guðjónsson hefur víða borið niður, í flestum stílum og stefnum ryþmískrar tónlistar. Hann hefur líka rannsakað hljóðheim gítarsins – og fetilgítarsins – meira en margur. Það er meira en aldarfjórðungsreynsla í þeim fingrum sem hér túlka með nýjum hljómi margar gersemar úr íslenskri sönglagahefð. Hann hnikar öllu til, sleppir orðunum, breytir hljómunum, styttir og lengir upprunalengd laglínunótnanna og skapar ný lög eins og sá djassmaður sem hann er. En þessi nýju gömlu lög snerta íslensk hjörtu á allt annan hátt en frumlegar útgáfur af klassískum djasslögum; hann er nefnilega að endurskapa lög sem við ólumst upp við og óma inni í okkur. Og kannski ræður það úrslitum að þessi endursköpun er borin fram af sterkri ljóðrænni tilfinningu sem kallast á við rómantíkina sem réði ferð hjá höfundum laganna.
Ómar Guðjónsson : gítarar
Tómas Jónsson : píanó og hljómborð
Matthías Hemstock : slagverk

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar