Hitaveituhringur // Hjólaleiðsögn

Rafstöðvarvegur 6, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Elliðaárstöð
30, júní 2022
Opið frá: 17.00 - 20.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Auðlindahringir er ný viðburðaröð hjá Elliðaárstöð þar sem auðlindasérfræðingar OR leiða þátttakendur í hjólaleiðsögn um auðlindir höfuðborgarsvæðisins.

Vissir þú að það eru 3000 km af pípum sem sjá okkur fyrir hita í húsin, vatni í sturtur og sundlaugar? Það er eins og tveir hringir í kringum landið.

Fyrir tíma hitaveitunnar var Reykjavík köld og mettuð af kolaryki og hefur hitaveitan haldið á okkur hita í tæp 100 ár.

Hitaveituhringur er þriðja hjólaleiðsögnin af þremur. Farin verður 35 km fjalla- og malarhjólaleið um náttúruperlur í nærumhverfinu. Fræðst verður um jarðhitaauðlindina sem Reykjavík dregur nafn sitt af og innviðina sem byggðir hafa verið upp til að veita okkur þessi mikilvægu lífsgæði sem heitt vatn gefur.
Þátttakendur eru beðnir um að mæta á fjallahjólum/ malarhjólum eða raffjallahjólum kl. 17:00 við Elliðaárstöð, Rafstöðvarvegi 6.

Þráinn Friðriksson, Sædís Ólafsdóttir og Ingvi Gunnarsson auðlindasérfræðingar hjá OR leiða hjólaferðina og miðla áhugaverðum fróðleik og sögum.

Þátttaka er ókeypis.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar