Sun & Sea

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
04, júní 2022 - 05, júní 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 16.00

Vefsíða https://www.listahatid.is/vidburdir/sun-and-sea
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Rugilė Barzdžiukaitė
Vaiva Grainytė
Lina Lapelytė

Við erum stödd á strönd. Brennheit sól, lykt af sólarvörn og marglit sundföt. Sveittir lófar og leggir. Þreyttir líkamar liggja letilega þvers og kruss yfir mósaíkmynstur handklæða. Við heyrum skræki í börnum, hlátur, bjöllu ísbíls í fjarska. Taktfast öldugjálfur róar hugann. Plastpokar þyrlast með skrjáfi um loftið og aðrir fljóta á yfirborðinu líkt og þöglar marglyttur. Gnýr í eldfjalli eða flugvél eða spíttbáti. Svo taka raddir að hljóma: Hversdags-söngvar, söngvar um áhyggjur og leiðindi, söngvar um nánast ekki neitt. Og undir marrar jörðin, örmagna; tekur andköf.

Sun & Sea er eitt umtalaðasta listaverk síðari ára og hefur heillað unga sem aldna. Sýningunni hefur verið lýst sem “algjörri opinberun” (Artnet) og “sálusöng yfir myrkvun jarðar ... hreint einstakri sýningu” (Guardian) en hún sló í gegn á Feneyjatvíæringnum 2019 þar sem hún var framlag Litháa. Verkið hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna ljónið. Port Hafnarhússins breytist nú í strönd þar sem svartur, íslenskur sandur myndar undirstöðuna fyrir flutning þrettán söngvara. Sun & Sea er langvarandi innsetning/gjörningur sem mun hrífa, koma á óvart og útmá mörk milli listgreina.

Verkið er flutt í stöðugri endurtekningu, fjóra tíma hvorn sýningardag. Áhorfendur geta komið og farið að vild.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar