Innsýn

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Norræna húsið
26, janúar 2022 - 05, mars 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 17.00 - 18.00

Vefsíða https://www.darkmusicdays.is/is/aulos
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Aulos Flute Ensemble flytur nýja og spennandi tónlist eftir norræn og japönsk kventónskáld sem hluti af verkefninu Innsýn / Insight.
Efnisskrá tónleikanna
* This is not a political piece eftir Birgit Djupedal (Frumflutningur)
* Dispersal for contrabass flute and loopstation eftir Hafdísi Bjarnadóttur
Pamela De Sensi, flauta
* Triplet I eftir Tomoko Fukui (Frumflutningur)
* Corridors of light II eftir Mari Takano (Frumflutningur)
* Trio eftir Agnes Ida Pettersen (Frumflutningur)
* There Are Forests eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur (Frumflutningur)

Um flytjendur

Pamela De Sensi tók einleikarapróf á flautu og lauk "Perfection Flutistic" frá "Accademia di Musica Fiesole" í Flórens árið 2000 og útskrifaðist frá "S. Cecilia" í Róm árið 2002 með meistaragráðu með hæstu einkunn í kammertónlist. Einnig hefur hún sótt tíma hjá heimskunnum flautuleikurum s.s. C.Klemm, M.Ziegler, F.Reengli, T.Wye, M.Larrieu og J.Galway. Pamela hefur komið fram á tónleikum víðs vegar bæði sem einleikari sem og í kammertónlist og má þar nefna Frakklandi, Spáni, Englandi, Kasakstan, Mexíkó, Íslandi, Færeyjum, Finnlandi, Kína, Japan, í Bandaríkjunum og víðsvegar á Ítalíu, ásamt því að koma reglulega fram hér á Íslandi, m.a. á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum, Tibra í Salnum,Norrænum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, Menningarnótt, Tectonics,15:15 tónleikaröðinni og Listahátið. Árið 2009 var henni boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York og International Flute Festival Flautissimo í Róm árið 2010-15 og International Low Flute Festival í Washington 2018 og 19.
Þó svo að Aulos Flute Ensemble (Aulos) hafi ekki verið stofnað formlega fyrr en árið 2019 hafa þær Pamela De Sensi, Petrea Óskarsdóttir og Karen Karólínudóttir leikið saman um árabil og komið fram m.a. á Myrkum músíkdögum og Listahátíð í Reykjavík, en einnig í Bandaríkjunum og Róm. Aulos var stofnað með það að markmiði að stuðla að nýsköpun í tónlist fyrir djúpar flautur, þ.e. alt-flautu, bassa-flautu og kontrabassa-flautu, en auk þess að kafa alhliða ofan í flautu-bókmenntirnar. Aulos hefur nú þegar frumflutt ný verk íslenskra og erlendra tónskálda, sérstaklega samin fyrir og tileinkuð Aulos. Á árinu 2020 kom Aulos Flute Ensemble fram á Sumartónleikum í Skálholti og voru tónleikarnir hljóðritaðir af Ríkisútvarpinu. Aulos hefur undanfarið komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikaröðum á Íslandi eins og 15:15 tónleikaröðinni, WindWorks, tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar, Sumartónleikum á Hólum og Sumartónleikum í Saurbæjarkirkju. Haustið 2021 frumflutti Aulos ný tónverk á þrennum tónleikum í Færeyjum m.a. í Norrænahúsinu, auk þess að koma fram í færeyska sjónvarpinu og útvarpinu. Framundan á árinu 2022 eru tónleikaferðir til New York og Japan þar sem Aulos hefur verið boðið að flytja nýja íslenska tónlist.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar