Sýning | Jólasveinarnir þá og nú

Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Árbæ
01, desember 2021 - 06, janúar 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 19.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/syning-jolasveinarnir-tha-og-nu
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýning á myndum Karls Jóhanns Jónssonar úr bókinni Jólasveinarnir þá og nú.

Karl Jóhann skrifaði bæði texta og gerði myndirnar í bókinni. Við myndskreytinguna lagði hann upp með að hafa einhvers konar raunsæi að leiðarljósi þ.e. hvernig gætu jólasveinarnir hafa verið klæddir við upphaf síðustu aldar líkt og klæði þeirra væru samtíningur af fötum bænda sem þeir hefðu nappað í óvelkomnum heimsóknum á bæina áður en siðbótin mikla hófst og þeir urðu góðir kallar.

Karl Jóhann hefur skrifað og myndskreytt barnabækur og tekið að sér ýmiskonar teiknistörf ásamt því að kenna og vinna að myndlist sinni. „Frá upphafi hefur realismi í einhverri mynd verið í aðalhlutverki og ég hoppa á milli þess að mála uppstillingar, dýr og umhverfi en að mála fólk hefur verið þungamiðjan hjá mér, bæði persónuleg portrett og að mála eftir pöntunum“ segir Karl Jóhann um list sína.

Karl Jóhann Jónsson útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993 og lauk námi í kennslufræði frá Listaháskóla Íslands 2006. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Sýningin stendur fram á þrettándann.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar