
Abrakadabra – töfrar samtímalistar
30, október 2021 - 20, mars 2022
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00
Vefsíða
https://listasafnreykjavikur.is/syningar/abrakadabra-tofrar-samtimalistar
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Við kynnumst töfrum samtímalistar á þessari skemmtilegu sýningu fyrir alla sem vilja sjá ný og spennandi verk eftir núlifandi listamenn. Markmiðið er að gera heim samtímalistar aðgengilegan. Í verkunum má sjá fjölbreytileika listarinnar, þau höfða til ímyndunaraflsins og skynfæranna, þar er fjallað um líkamann, sjálfsmyndina, náttúruna, samfélagið og ótal margt fleira. Við bjóðum unglinga, ungmenni og alla sem eru forvitnir um samtímalist sérstaklega velkomna!