Hvað eiga sjötugir karlar og blóm í haga sameiginlegt?

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
22, október 2021 - 26, október 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 11.00 - 18.00

Vefsíða https://www.borgarsogusafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Ljósmyndasafn Reykjavíkur býður fjölskyldur velkomnar í haustfríi grunnskólanna í Reykjavík dagana 22.-26. október en þá verður ókeypis aðgangur í safnið fyrir fullorðna í fylgd barna.
Sýningin „Hilmir snýr heim“ er eftir ljósmyndarann og myndlistarmanninn Sigurð Unnar Birgisson. Sýningin samanstendur af stækkuðum passamyndum af karlmönnum um sjötugt ásamt blómamyndum úr náttúru Íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009).
Hugmynd að umræðuefni fyrir fjölskylduna: Hvað eiga sjötugir karlmenn og blóm í náttúru Íslands eiginlega sameiginlegt?

Í Skotinu er sýningin Endurfundur með ljósmyndum eftir Önnu Elínu Svavarsdóttur.
Mælum með að þið gangið upp á sjöttu hæð ef þið mögulega treystið ykkur því það eru líka margar áhugaverðar ljósmyndir og skjöl á leiðinni upp stigaganginn.
Velkomin!

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar