Komdu að leika! | Árbæjarsafn

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Árbæjarsafn
16, mars 2021 - 31, maí 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 17.00

Vefsíða https://www.borgarsogusafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýningin Komdu að leika ! fjallar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma. Á sýningunni má sjá fjölda leikfanga frá ýmsum tímum í vörslu Borgarsögusafns Reykjavíkur. Þetta er upplifunarsýning með áherslu á sköpun, ímyndunarafl og skemmtun. Leikföngin á sýningunni eru ekki bara til að horfa á heldur má leika sér að dóti frá ýmsum tímum í tímastöðvum þar sem endurskapað hefur verið andrúmsloft tómthúss í Reykjavík snemma á 20. öld, betri borgara heimilis frá um 1930, hippaheimilis frá áttunda áratugnum og barnaherbergja um 1990. Hægt er að fara í búðarleik í Lúllabúð sem er frá um 1950 og einnig er hægt að bregða á leik í leikhúsi og brúðuleikhúsi.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
uppreisn

#borginokkar