Vísindakaffi | Siðferði í heimi gervigreindar

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
18, nóvember 2021
Opið frá: 17.15 - 18.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/visindakaffi-sidferdi-i-heimi-gervigreindar
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á þessu Vísindakaffi verður rætt um siðferði gervigreindar og hlutdrægni (bjaga) í tölvuvísindum.
Hefur gervigreind siðferðiskennd? Er hún hlutlaus? Hvað hefur áhrif á hlutdrægni okkar mannfólksins? Getum við lært eitthvað um siðferðiskennd út frá starfsemdi gervigreinda?
María Óskarsdóttir starfar sem lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er með doktorsgráðu í gagnavísindum frá KU Leuven í Belgíu. Rannsóknir hennar beinast að hagnýtingu gagnavísinda, meðal annars með notkun vélnáms, netavísinda og fjölbreyttra gagnasafna með því markmiði að efla greiningu gagna og stuðla þannig að markvissari notkun gagnavísinda í ákvarðanatöku.
Vísindakaffi er ný viðburðaröð sem miðast að því að ræða um vísindi á mannamáli. Fenginn er sérfræðingur á vissu sviði og hann spurður spjörunum úr, eftir stutta kynningu. Áhorfendur fá líka tækifæri til að taka þátt í umræðunum. Engin þekking á efninu nauðsynleg, aðeins áhugi.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar