Sýning |Handanheima

Spöngin 41, 112 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
23, júní 2021 - 27, ágúst 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 17.00 - 19.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/syning-handanheima
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýning Margrétar Jónsdóttir, Handanheima, er sumarsýning Borgarbókasafnsins í Spönginni. Sýningin er vörðuð í innsetningu sem inniheldur persónulega muni Margrétar og hluta af heimili hennar, sem hún flytur inní í sýningarrýmið.

Margrét vinnur með upplifanir, umhverfi, tilfinningar og reynslu sem umbreytast í myndmál. Það getur haft margvíslegar skírskotanir, bæði augljósar og faldar, sem síðan þróast út í eitthvað allt annað en stóð til í upphafi. Allt fléttast einhvern vegin saman, lag ofaná lag sem mynda munstur og úr skítnum framkallast fegurðin.

Margrét er fædd í Reykjavík og hefur starfað óslitið að myndlist í rúm 50 ár. Meirihluta starfsævinnar hefur hún sinnt listkennslu, við grunnskóla, framhaldsskóla og Myndlistarskóla Kópavogs. Margrét hefur staðið fyrir vatnslitanámskeiðum í Frakklandi, hún hefur unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Margrét lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, í frjálsri myndlist og grafískri hönnun. Mastersnám stundaði hún við Central Saint Martin's College of Art, síðar stundaði hún framhaldsnám við Kennaraháskóla Íslands.

Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún var ein af stofnendum Gallery Suðurgötu 7, sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún var einnig einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna og SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu listasafna landsins, hún hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Margrét er meðlimur í FÍM, Íslenskri grafík, SÍM og Nýlistasafninu og hún er heiðursfélagi FÍMK.

Svipaðir atburðir

Halló, geimur
OF THE NORTH
Sumarnótt / Ragnar Kjartansson
Eilíf endurkoma
Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Ef lýsa ætti myrkva
Hönnun í anda Ásmundar
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Opnun: Hilmir snýr heim |Sigurður Unnar Birgisson
Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld
Weekly guided tours in English at noon
do it (heima)
Reykjavík barnanna
Samfélag skynjandi vera
Artótek | Naglinn: Dans á rósum
Kabarett í Kjallaranum
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Rit- og teiknismiðja | 9-12 ára
FULLBÓKAÐ! - SÖGUR – Tónsmíðar | 9-12 ára
FULLBÓKAÐ! - Rit- og teiknismiðja | 9-12 ára
Spilum og spjöllum á íslensku!

#borginokkar