Artótek | Naglinn: "Frelsi" Sund

Sólheimar 27, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Sólheimum
01, júlí 2021 - 31, ágúst 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 18.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/artotek-naglinn-frelsi-sund
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Listaverkið „Frelsi“ Sund eftir Eddu Þóreyju Kristfinnsdóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum í júlí og ágúst. Verkið er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni.

Naglinn er heitið á sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum og er þetta 5. sýningin í röðinni. Hver sýning samanstendur af einu listaverki. Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja, úr Artótekinu, hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Edda Þórey Kristfinnsdóttir er fædd árið 1956 og uppalin í Laugarneshverfinu. Hún útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2004 og hefur m.a. lokið burtfararprófi í hönnun. Í listsköpuninni er frelsið henni hugleikið og hvernig við erum á eilífu ferðalagi: Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr einni vist í aðra.

Dóra Bergrún Ólafsdóttir, bókavörður á Sólheimasafni, valdi verkið að þessu sinni.

Verkið er hægt að leigja á 3.000 kr. á mánuði eða kaupa á 79.000 kr.
Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is

Svipaðir atburðir

Artótek | Naglinn: Dans á rósum
Eilíf endurkoma
Halló, geimur
OF THE NORTH
Sumarnótt / Ragnar Kjartansson
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Ef lýsa ætti myrkva
Hönnun í anda Ásmundar
Reykjavík barnanna
Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld
Weekly guided tours in English at noon
do it (heima)
Samfélag skynjandi vera
Kabarett í Kjallaranum
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
SÖGUR – Tónsmíðar | 9-12 ára
FULLBÓKAÐ! - SÖGUR – Tónsmíðar | 9-12 ára
Minecraft smiðja
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Sjón er sögu ríkari

#borginokkar