Sumarsmiðjur 13 -16 ára | Umbreyttu flíkum með Ýrúrarí

Gerðuberg , 111 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Gerðuberg
21, júní 2021 - 25, júní 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 12.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/sumarsmidjur-13-16-ara-umbreyttu-flikum-med-yrurari
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hvar: OKIÐ, efri hæð Gerðubergs
Hve margir: 10
Hvenær: 21-25 júní frá kl 10-12
Smiðja hentar 13-16 ára
Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem plássin eru takmörkuð.
OPNAÐ VERÐUR FYRIR SKRÁNINGU 3. MAÍ

Textílhönnuðurinn og listaskonan Ýr Jóhannsdóttir stýrir skapandi fataviðgerðarsmiðju þar sem nemendur gera tilraunir með hvernig hægt er að laga og breyta gömlum flíkum með afli hugmyndarflugsins og handverks. Í smiðjunni er farið í saumana á því hvernig hægt er að gefa gömlum fötum nýtt líf og merkingu, með sagnalist, teikningu, þræði og leik.

Þátttakendur þurfa ekki neinn sérstakan grunn í textíl og eiga aðferðirnar sem notast verður við að vera öllum aðgengilegar og nýtast í framtíðar listsköpun og fataviðgerðir.

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar.
Þessi smiðja fer fram í Okinu í Gerðubergi þar sem lögð er áhersla á að skapa vettvang fyrir ungmenni til sköpunar, fræðslu, sjálfstæðis og skemmtunar.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar