Double Duo: Bjarni Már Ingólfsson & Tumi Torfason + Hannes Arason & Hinrik Þórisson

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
MENGI
10, júní 2023
Opið frá: 20.00 - 21.30

Vefsíða https://mengi.net/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tveir plús tveir eru fjórir en töfrar tónlistarinnar verða tvíefldir þegar þessi tvö tvíeyki takast á með trylltum tónum. Laugardaginn 10. júní verða Double Duo tónleikar í Mengi þegar tvö ung og upprennandi djassdúó leika eigin tónsmíðar blandaðar við spuna. Þau munu spila sitt hvort settið og hver veit nema flutningur hvors annars muni veita þeim innblástur til að stofna nýjan kvartett á staðnum…
Vinirnir og kollegarnir Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari og Tumi Torfason trompetleikari leika frumsamda efnisskrá af tónlist og flétta henni saman við frjálsan spuna. Í dúóforminu hafa þeir fundið rými fyrir einbeitt samtal, heita rökræðu og hjartanlegt samkomulag. Þeir fara mjúkum höndum um tónsmíðar sínar, snúa þeim á alla kanta og leika af fingrum fram í formfestu og frjálsu falli. Þannig flæða þeir milli strúktúrs og óvissu í tónlistinni.
Tvíeykið hefur leikið saman í ýmsum verkefnum sem þeir taka þátt í eða leiða sjálfir en sem dúó unnu þeir í Skapandi sumarstörfum Reykjavíkur og héldu tónleikaseríu í miðbænum sumarið 2021. Þeir kynntust í Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi þar sem þeir námu báðir djasstónlist og spuna. Saman hafa þeir komið fram á tónleikum og upptökum bæði þar úti og hér heima. Þeir Bjarni og Tumi eru tveir af efnilegustu djasshljóðfæraleikurum og tónskáldum sinnar kynslóðar og verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu misserum.

Trompetleikarinn Hannes Arason og trymbillinn Hinrik Þórisson hafa spunnið saman hljóð og óhljóð í mörg ár. Þeir stunda báðir jazznám erlendis, Hannes í Stokkhólmi og Hinrik í Leeds, þar sem þeir hafa sett fókusinn á frjálsa tónlist og sækja innblástur hvor úr sinni senu sem mætist í einstakri samsuðu sem er þó grunduð í jazzhefðinni. Lúðrablástur og trumbusláttur mætast í óundirbúnum spuna þar sem blanda samspils og mótspils skapar kröftugt spennusvið. Tónlistin flæðir frá lægstu hvíslum upp í drynjandi skarkala, frá braki og bauli yfir í ljúfar laglínur.

Bjarni Már Ingólfsson - rafgítar
Tumi Torfason - trompet
Hannes Arason - trompet
Hinrik Þórisson - trommur

Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 2.500 kr

Svipaðir viðburðir

Anarchist Fagurfræði
Sögustund á spænsku með Sigrúnu Antons- Ævintýrahöllin
Blöðruheimur Blaðrarans - Ævintýrahöllin
Semjum lagatexta - Ævintýrahöllin
Vinabandagerð | Viltu vera vinur minn? - Ævintýrahölin
Sögustund Ég þori! Ég get! Ég vil! - Ævintýrahöllin
Tónlistarsmiðja með Fusion Groove-Ævintýrahöllin
Danssýning og danspartý - Ævintýrahöllin
Sögustund á pólsku - Ævintýrahöllin
Krakkakarókí- Ævintýrahöllin
Tröllið Tufti - Ævintýrahöllin
Fjölskyldujóga
Sögustund - Ævintýrahöllin
Fjölskyldujóga - Ævintýrahöllin
Mótmælaskiltasmiðja - Ævintýrahöllin
Krílastund með Báru og Valla- Ævintýrahöllin
Steinamálun | Skilaboð á stein - Ævintýrahöllin
Fánasmiðja - Ævintýrahöllin
Sirkussýning | Hringleikur - Ævintýrahöllin
Listasmiðja - Ævintýrahöllin

#borginokkar