AAVS Ísland: Fiskur, fótbolti, pólitísk vistfræði

Skúlagata 28, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Kex Hostel, Nýló
20, ágúst 2022
Opið frá: 17.00 - 19.00

Vefsíða https://www.aaschool.ac.uk/academicprogrammes/visitingschool/iceland
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn í undankeppni EM 2016 spurðu margir íþróttaspekingar sig hvernig svo lítið land gæti fætt af sér svo öflugt lið þvert á allar spár. Í erlendum fjölmiðlum spunnust fljótt goðsagnir í kringum hin svokölluðu "knatthús": 12 yfirbyggða knattspyrnuvelli af ýmsum stærðum og gerðum sem dreifðust um eyjuna. Fullyrt var að í fyrsta sinn gátu knattspyrnumenn á öllum aldri æft allt árið um kring í skjóli frá vondum veðrum. Íslenska liðið tapaði í átta liða úrslitum en goðsögnin um knattspyrnuhúsin lifði áfram og faldi þannig flóknara samband íþrótta og auðlindanýtingar.

AA Visiting School Iceland (AAVS Iceland) er fyrsti hluti í margra ára verkefni sem skoðar tengsl auðlindavinnslu og menningarstofnana á Íslandi í arkitektónísku, pólitísku og vistfræðilegu samhengi. Undanfarnar tvær vikur höfum við kannað tengsl veiði og fótbolta með fjölbreyttum hópi arkitektúr- og hönnunarnema og munu þau kynna verk sín fyrir almenningi í fyrsta sinn á Kex Hostel.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar