Reykjavík Film City
  • Heim
  • Kvikmyndaborgin

Kvikmyndaborgin

Í Reykjavík er bæði hægt að fara í bíó og búa til bíó. Fyrirtæki í kvikmyndagerð á Íslandi hafa á síðustu árum tekið þátt í og staðið fyrir fjölmörgum stórum verkefnum, bæði í gerð kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga. Í því farsæla starfi spilar sérþekking á bæði staðháttum og landslagi stórt hlutverk ásamt fagmennsku í kvikmyndagerð.

Gömlu iðnaðarhverfi á Gufunesi hefur nú verið umbreytt í Kvikmyndaþorp Reykjavíkur. Hugmyndin, sem var þróuð af Reykjavíkurborg í samstarfi við leikstjórann Baltasar Kormák, styður enn frekar við íslenskan kvikmyndaiðnað í bæði innlendri kvikmyndagerð sem og við gerð erlendra mynda og þátta hér á landi. RVK Studios er eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu en á þeim 3.200 fermetrum sem verið spannar er að finna upptökuver, búningsklefa, förðunaraðstöðu, búningageymslu, skrifstofur, fundarherbergi, kaffiteríu og hvað annað sem iðnaðurinn kallar á.

Á höfuðborgarsvæðinu eru ófá bíóhús sem sýna bæði nýjustu kvikmyndasmellina sem og listrænar myndir allstaðar að úr heiminum. Reykjavíkurborg styður einnig við bakið á kvikmyndahátíðum sem haldnar eru árlega í borginni. Meðal þeirra má nefna Stockfish, sem má segja að sé arftaki Kvikmyndahátíðar, Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð í Reykjavík og síðast en ekki síst alþjóðlegu kvikmyndahátíðina RIFF eða Reykjavík International Film Festival sem er stórviðburður í borginni. Á RIFF kemur kvikmyndagerðarfólk hvaðanæva að til að fylgja myndum sínum og kynna þær, gestum hátíðarinnar býðst taka þátt í panelumræðum og vinnustofum, sækja myndlistarsýningar og tónleika auk þess að njóta gríðarlegs framboðs af kvikmyndum sem sýndar eru á hátíðinni.

 

Teaserboxes
Sambíó
Sambíó
Sambíóin eru stærsta kvikmyndafyrirtæki og bíó á Íslandi. Bíóhús Sambíóa eru í Kringlunni, Egilshöll og Álfabakka.
Smárabíó
Smárabíó
Smárabíó rúmar yfir 1.000 manns í sæti í fimm sölum og er fullkomin stafræn tækni í þeim öllum ásamt Real D þrívídd og búnaði til að horfa á beinar útsendingar.
Laugarásbió
Laugarásbíó
Allt frá upphafi hefur Laugarásbíó lagt mikinn metnað í að bjóða bíógestum upp á fullkomnustu tækni hvers tíma í mynd, hljóði og öðrum búnaði sem viðkemur sýningu kvikmynda.
Bíó paradís
Bíó Paradís
Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra.

#borginokkar