DSC00258_3

R6013

Ingólfsstræti 20, Reykjavík 101, 7724346

Opnunartími:
mán - sun: 18.00 - 22.00

Vefsíða: https://www.instagram.com/aegir6013/

R6013 er DIY tónleika- og viðburðarými í kjallara við Ingólfsstræti, í miðbæ Reykjavíkur.

R6013 er nafn á tónleikarými í litlu niðurgröfnu bakhýsi við Ingólfsstræti og hefur undanfarin tvö ár fest sig í sessi sem heimili grasrótarinnar í íslenskri tónlist.

Kjallarinn er á heimili Ægis Sindra Bjarnasonar, sem hefur trommað í hljómsveitum á borð við Logn og Bagdad Brothers. „Rýmið og húsið var orðið klárt en var bara notað sem geymsla fyrir búslóðina. En þegar við misstum síðustu æfingaaðstöðuna sem við vorum í þá vantaði okkur stað til að fara á og tróðum okkur inn í þessa geymslu. Smátt og smátt mjökuðum við dótinu sem var hér út og þetta varð með tímanum bara æfingarými. En svo varð þetta eiginlega virkt tónleikarými í leiðinni.“

Ægir Sindri segir það ganga merkilega vel að vera með tónleikastað í miðju íbúðahverfi. „Rýmið er byggt með það í huga að það séu þar læti. Við höfum líka alltaf passað að vera með tónleika á tíma sem það truflar ekki mikið, aldrei snemma á morgnana eða seint á kvöldin. Húsið opnar klukkan sex og þá er boðið upp á mat. Síðan byrja tónleikar klukkan sjö og eru alltaf búnir klukkan tíu. Ég hef aldrei fengið til mín kvartanir; börnin í húsinu geta sofið í gegnum þetta og það er hægt að horfa á sjónvarpið í stofunni hjá okkur þótt það séu tónleikar í gangi. Mörgum finnst líka frábært að það sé þetta líf í hverfinu.“

#borginokkar