Kjarvalsstadir_VB_2016-hq

Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir

Flókagata 24, Reykjavík 105, +3544116400

Opnunartími:
mán - sun: 10.00 - 17.00

Vefsíða: https://listasafnreykjavikur.is/

Kjarvalsstaðir voru teknir í notkun árið 1973 og er fyrsta byggingin hérlendis sem hönnuð er sérstaklega fyrir myndlist. Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Þar eru jafnframt sýningar á málverkum og skúlptúrum eftir nafnkunna innlenda og erlenda meistara nútímalistar.

Gluggar hússins ná frá gólfi og upp í loft svo vel sést yfir Klambratún sem var sérstaklega hannað og skipulagt sem hluti af listrænni menningu Reykjavíkurborgar.

Á Klömbrum Bistro á Kjarvalsstöðum er upplagt að njóta útsýnisins og þeirra ljúffengra veitinga sem þar er á boðstólum. Veitingastaðurinn er opinn frá klukkan 10.00-17.00 alla daga vikunnar. Sími 411 6425.

Smelltu hér til að heimsækja vefverslun Listasafns Reykjavíkur 

#borginokkar