ae9df6d7-26a5-4606-a8f1-ede424d674d

Listasafn Einars Jónssonar

Hallgrímstorg 3, Reykjavík 101, 5513797

Opnunartími:
Þrið - sun: 12.00 - 17.00

Vefsíða: http://www.lej.is/

Hinn 23. júní árið 1923 urðu tímamót í íslenskri myndlist. Þann dag lukustupp dyrnar að safnbyggingu Einars Jónssonar myndhöggvara efst á Skólavörðuhæð. Var það fyrsta listasafnið sem opnað var almenningi í eigin húsnæði hér á landi. Aðdragandann að stofnun listasafns yfir verk Einars má rekja til ársins 1909 þegar hann í bréfi til Alþingis frá Kaupmannahöfn snemma árs 1909 bauð Íslandi verk sín, um 30 að tölu, að gjöf að því tilskildu að þau yrðu flutt frá Kaupmannahöfn til Íslands á kostnað landsins. Í bréfinu sagðist Einar kjósa helst að hafa myndir sínar „heima á Fróni“ og hafa þá trú „að þessi litli vísir til listasafns aukist af íslenskri list smátt og smátt og að þess verði ekki langt að bíða að Ísland eigi sér listasafn, er verði því til gagns og sóma.“ Einar hafði þá búið í Kaupmannahöfn frá árinu 1893, þegar hann hélt þangað til náms í myndlist, og hafði unnið að list sinni að námi loknu. Hann hneigðíst snemma að symbólisma og hafði sýnt verk sín á samsýningum róttækra listamanna þar í borg.

#borginokkar