landakotskoli_Large

Landakotsskóli

Túngata 15, Reykjavík 101, 510 8200

Vefsíða: https://www.landakotsskoli.is/

Skólastjóri er Anna Guðrún Júlíusdóttir og framkvæmdastjóri er Sigrún Birgisdóttir

Landakotsskóli er einn elsti starfandi skóli landsins, stofnaður árið 1896. Skólinn er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir 1. til 10. bekk ásamt deild fimm ára barna. Einn bekkur er í hverjum árgangi. Fram til ársins 2005 var skólinn rekinn af Kaþólsku kirkjunni en hann er nú rekinn sem sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri stjórn. Skólinn starfar eftir sem áður í húsnæði Kaþólsku kirkjunnar við Túngötu í Reykjavík.

Skólinn starfar samkvæmt grunnskólalögum og er kennslan í samræmi við Aðalnámskrá. Skólinn hefur þó nýtt sér svigrúm til að taka upp ýmsa nýbreytni í skipulagi skólastarfsins með því að stórauka tungumálakennslu þannig að strax í 5 ára bekk byrjar ensku- og frönskukennsla. Á miðstigi byrja nemendur svo að læra dönsku.

#borginokkar