Kramhus-logo

Kramhúsið

Skólavörðustígur 12, Reykjavík 101, 5515103

Opnunartími:
mán - fim: 12.00 - 22.00
fös: 12.00 - 16.20
lau: 9.00 - 14.00

Vefsíða: http://www.kramhusid.is

Dansstúdíó miðbæjarins. Námskeið, sérsniðnir hópatímar fyrir gæsanir, steggjanir og vinnustað. Yfir 50 námskeið í boði yfir vetrartímann.

Kramhúsið er orkustöð miðbæjar Reykjavíkur þar sem dansinn dunar og orkan rís. Þau sem þangað koma vilja aldrei fara aftur! Fjölbreytnin er ótrúlegt, allt frá Pilates, til Beyoncé, Burlesque, Afró og svo mikið meira! Kíktu á úrvalið, komdu og vertu með, fyrir alla stærðir og gerðir af fólki, fjölbreytileikinn er frábær!

Við komum saman í Kramhúsinu til að leika okkur, þú þarft ekki að geta staðið á einum fæti, snert á þér tærnar og mátt vera gjörsamlega taktlaus. Við erum bara komin til að hafa gaman saman.

Í Kramhúsinu hafa ýmis konar listamenn, héðan og þaðan, fundið farveg fyrir menningu síns heimshluta og náð að kynna hana fyrir Íslendingum og heilla þá með. Enda var stundum sagt að allir útlendingar sem eitthvað kynnu fyrir sér í dansi eða hreyfilist rötuðu fyrr en seinna í Kramhúsið og væru farnir að kenna þar áður en við væri litið. Afró, tangó, samba, salsa, flamenco, magadans og bollywood eru meðal þess sem auðgað hefur íslenskt menningarlíf á þennan hátt. Sýningarhópar á vegum hússins eru og hafa verið algeng sjón þegar Reykjavíkurborg heldur hátíð eins og á Menningarnótt, Vetrarhátið og 17.júní svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa ótal dans- og leikhópar notið gestrisni hússins til að æfa og þróa verk sín. Frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á kennslu í dansi og skapandi greinum fyrir börn og unglinga, enda hafa margir helstu leikarar þjóðarinnar lært sinn grunn og fundið listamannin í sjálfum sér í Kramhúsinu.

#borginokkar