201849060_467545860883494_423289518

Kling og Bang

Grandagarður 20, Reykjavík 101, 554 2003

Opnunartími:
mið - sun: 12.00 - 18.00

Vefsíða: http://this.is/klingogbang/

Kling & Bang gallerí var stofnað af tíu myndlistarmönnum í byrjun árs 2003. Stefna Kling & Bang er að kynna myndlist sem ögrar samhengi og innihaldi skapandi hugsunnar, bæði eftir unga og eldri listamenn, íslenska sem erlenda. Sum verkefni og sýningar eru unnin í samstarfi við utanaðkomandi gallerí eða sýningarstjóra. Kling & Bang gallerí leitast einnig við að taka beinan þátt í sköpunarferli sýninga og verka, þ.e. með því að framleiða verkin í samstarfi við sýnendur.Kling & Bang gallerí rak einnig 5000 fermetra listamiðstöðina KlinK og BanK í tvö ár, árin 2004 og 2005. Rúmlega 137 myndlistarmenn, hönnuðir, kvikmyndagerðarmenn og tónlistarmenn störfuðu í byggingunni daglega og fóru þar einnig fram sýningar, fyrirlestrar, leikhús og hin ýmsu verkefni, eða í það heila 3 viðburðir á viku þessi tvö ár.

#borginokkar