Jógasetrið

Skipholt 50, Reykjavík 105, 7781000

Vefsíða: www.jogasetrid.is

Jógasetrið, sem er staðsett í Skipholti 50C, er vettvangur fyrir jógaiðkun fyrir alla aldurshópa. Í setrinu er lögð áhersla á vingjarnlegt andrúmsloft þar sem við leitumst við að hlúa að og næra líkama, sál og andans vellíðan.

Auður Bjarnadóttir, eigandi og forstöðumaður Jógasetursins, kennir Kundalini jóga, Jóga Nidra, meðgöngujóga, mömmujóga, ásamt mörgum góðum kennurum.

JÓGA
Jóga er aldagömul leið, eitt elsta mannræktarkerfi veraldar, og miðar að þroska og jafnvægi líkama, hugar og sálar.

Jóga þýðir heild eða sameining; líkami, tilfinningar og hugur mynda eina heild; við erum ekki aðskilin hvort frá öðru heldur myndum við eina heild sem er samofin lífríki jarðar.

Við lifum í heimi margbreytileikans þar sem allt er stöðugt að breytast. Það að hvíla í augnblikinu hér og nú gefur okkur tækifæri til þess að uppgötva hver við erum í raun og veru. Reynslan hefur sýnt að lífsgleðI og sköpunarkraftur eflist við jógaástundun og margir nútíma kvillar eins og kvíði, streita og svefnleysi dvína. Jafnvægi skapast í orkubúskap líkamans og við höfum aðgang að þeirri orku og einbeitingu sem við þurfum á að halda.

#borginokkar