Dalskoli

Dalskóli

Úlfarsbraut 118, Reykjavík 113, 411 7860

Vefsíða: https://reykjavik.is/dalskoli

Dalskóli er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili. Í grunnskólanum er 1.-9. bekkur. 10. bekkur í Ingunnarskóla. Skólastjóri er Hildur Jóhannesdóttir.

Grunnhugmynd um um starfið í skólanum er að þar líði öllum vel, að börnin fái að dafna, nema og blómstra. Í skólanum er lögð rækt við sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi starf. Dalskóli er án aðgreiningar og öll börn þangað velkomin óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu og trú. Dalskóli hóf starfsemi haustið 2010 og var vígður þann 2. október. Hann stendur við Úlfarsbraut 118-120 í Úlfarsárdal. Skólinn byrjaði undir einu þaki og með einn skólastjóra sem ber ábyrgð á starfi leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi. Fyrsta haustið voru nemendur 51 á leikskólaaldri og 32 á grunnskólaaldri.

Skólinn er í nýjasta hverfi Reykjavíkur sem er í uppbyggingu og nýjar skólabyggingar voru hannaðar skólaárið 2014-2016. Þær byggingar taka mið af niðurstöðum forvinnu starfshóps sem hafði það hlutverk að leggja línurnar um markmið skólans, innra starf hans og útfærslu þeirrar byggingar sem þjóna best skólanum.

#borginokkar