1410664

Anna Jóna

Tryggvagata 11, Reykjavík 101, 553 2099

Opnunartími:
mán - sun: 8.00 - 23.00

Vefsíða: https://annajona.is/

Anna Jóna er nýr veitingastaður með mat með innblæstri frá frönsku sveitinni og miðjarðarhafinu í fallegu rými í miðbæ Reykjavíkur.

Við erum með frábæran mat og frábæra drykki, en það er það sem allir veitingastaðirnir segja, ekki satt? Og jújú, flestir þeirra hafa það alveg. Og það gerum við líka. Meginlands (hljómar fansí, ekki satt?) matur, og virkilega frábærir drykkir sem smellpassa með.

En okkar sérgrein er að búa til gleði. Bros, hlátur, líf, það er það sem skiptir mestu máli.

Við erum með glæsilegasta veitingastað bæjarins (það er alveg satt). Hann er bjartur og fallegur og uppáhalds hljóðið okkar eru gestir okkar sem hlæja og skála og finnst gaman að vera með okkur.

Sjáumst bráðlega!

Helstu upplýsingar.

  • Á virkum dögum frá kl. 12:00-15:00 er hádegismatur. Hann kemur í snatri en er samt einhvernveginn rosalega góður. "Hvernig gera þau það eiginlega?" spyrja sumir.
  • Um helgar frá 12:00-15:00 er splunkunýr brönsseðill. Okkur finnst hann æðislegur. Í alvörunni.
  • Laugardag - Þriðjudag frá 15:00 - 17:00 er hamingjusamasta stundin, Happy Hour. Tími til kominn að spara peninga á frábærum drykkjatilboðum og næla sér í nokkra bita með.
  • Frá 18:00 - 23:00 borðum við kvöldmat (eldhúsið lokar kl. 22:00). Sjáðu þetta fyrir þér: skapið er skaplegt, væbið er að væba, kvöldið er að kvölda. Þetta er allt að gerast í einu. Þér líður vel, okkur líður vel. Matnum líður vel. Drykkirnir eru geðveikt góðir. Ertu að sjá þetta fyrir þér? Ok ok, hættu að hugsa og smelltu á bókunarhnappinn.

Hópabókanir

Fyrir hópabókanir fyrir 11 eða fleiri, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á hi@annajona.is eða hringdu í síma 553 2099.

#borginokkar