Skip to main content
Perlan Museum

Perlan


Perlan er teiknuð af Ingimundi Sveinssyni arkitekt og var vígð 21. júní 1991. Byggingin samanstendur af gríðarstóru glerhvolfi sem hvílir ofan á sex hitaveitugeymum, sem hver um sig getur rúmað um 4 milljónir lítra af jarðhitavatni. Perlan er stálgrindarhús en stálgrindin hefur öðru hlutverki að gegna en tengja saman hitaveitugeyma og mynda hvolfþak. Grindin sem er hol að innan er einnig ofnakerfi Perlunnar. Á köldum vetrardögum streymir heitt vatn um stálgrindina, en kalt vatn á heitustu sumardögum.

Stjörnuverið

Hið stórkostlega Stjörnuver er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er byggt inn í einn tank Perlunnar og er hluti sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru. Áróra, norðurljósasýning Perlunnar gerir gestum kleift að fljúga um sólkerfið, skoða fjarlægar stjörnur og kynnast norðurljósum á einstakan máta. Norðurljósin dansa allt í kring og sjá gestir hvernig og af hverju þau verða til. Sýningin er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem hún er framleidd sérstaklega fyrir stjörnuver.

Íshellir

Íshellirinn er yfir 100 metra langur og gerður úr yfir 350 tonnum af snjó og ís úr Bláfjöllum. Háþróað kælikerfi heldur hitastiginu í kringum -10° inni í hellinum.

Jöklasýning

Jöklar eru kraftmikil og voldug náttúruöfl. Helstu vísindamenn Íslands ásamt færustu sýningarhönnuðum nýttu bestu tækni sem völ er á til að kynna fyrir gestum þessui mögnuðu náttúrufyrirbæri á nýjan og skemmtilegan hátt.

Ferðalag um hafdjúpin

Kannaðu undur hafsins við Íslandsstrendur í neðansjávar-bíósýningu Perlunnar. Þú kynnist minnstu þörungum, ógnarstórum hvölum og öllu þar á milli. Fræðsla og gagnvirk upplifun gera sýninguna bæði fræðandi og stórskemmtilega.

Önnur afþreying

Tjörnin

Fá opin svæði í Reykjavík eiga sér fastari sess í hjörtum borgarbúa en Tjörnin og hennar nánasta umhverfi, Hljómskálagarðurinn og Vatnsmýrin þar sem náttúra og mannlíf mætast í miðri stórborg á einstakan máta.

Marshallhúsið

Í dag eru í Marshallhúsinu 3 menningarstofnanir: Nýlistasafnið, Gallerí Kling & Bang og Stúdíó Ólafur Elíasson. Á jarðhæð er að finna veitingahús sem leggur áherslu á sjávarrétti og bragðgóða drykki.

Tjörnin

Fá opin svæði í Reykjavík eiga sér fastari sess í hjörtum borgarbúa en Tjörnin og hennar nánasta umhverfi, Hljómskálagarðurinn og Vatnsmýrin þar sem náttúra og mannlíf mætast í miðri stórborg á einstakan máta.

Gamla höfnin

Gamla höfnin var byggð á árunum 1913 – 1917 og er vinsæll viðkomustaður ferðafólks í borginni. Við höfnina er að finna Hörpu, Sjóminjasafnið og fjölda siglingafyrirtækja sem bjóða upp á hvalaskoðanir og lundaferðir.