18085059-011_Grandaskoli

Undraland Frístundaheimili

Keilugrandi 12, Reykjavík 107, 6955054

Opnunartími:
mán - fös: 13.40 - 17.00

Vefsíða: http://undraland.tjornin.is/

Frístundaheimilið Undraland hefur umsjón með skipulagðri tómstundadagskrá fyrir börn í 1. – 2. bekk í Grandaskóla. Gengið er inn í Undraland Rekagrandamegin. Dagskrá hefst við lok venjulegs skóladags, kl. 13:40 og lýkur kl. 17:00.

Forstöðumaður er James Weston: 695-5259, james@rvkfri.is
Aðstoðarforstöðumaðurinn er Daniel Diaz Garcia.

Markmið Undralands er tvíþætt:

Í fyrsta lagi að bjóða upp á skipulagða og metnaðarfulla tómstundadagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hver einstaklingur fær að njóta sín.

Í öðru lagi er markmiðið að bjóða börnum upp á skemmtilegan og öruggan stað að leika sér á meðan foreldrar sinna öðru. Eins að foreldrar geti verið vissir um að eftirlit með börnunum sé skilvirkt og faglegt en þó á mannlegum nótum.

Í Undralandi leitast starfsfólk við að leiðbeina börnunum í leikjum og ýmiss konar verkefnum, þar sem áhersla er lögð á samvinnu, vinskap og skemmtun.

#borginokkar