kleberg-inngangur

Borgarbókasafnið Klébergi

Kollagrund 2, Reykjavík 116, 4116275

Opnunartími:
mán: 14.00 - 18.00
fim: 14.00 - 18.00

Vefsíða: https://borgarbokasafn.is/bokasofn/kleberg

Borgarbókasafnið Klébergi er allra nýjasta bókasafn Reykjavíkur. Bókasafnið er lítið og notalegt og stútfullt af fjölbreytum safnkosti fyrir alla aldurshópa. Við eigum talsvert af bókum á pólsku en eins er alltaf hægt að panta bækur frá hinum borgarbókasöfnunum sjö og fá þær sendar í Kléberg. Öllum er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu á opnunartíma eins og hver vill – til að dvelja, hitta fólk eða lesa í rólegheitunum. Borgarbókasafnið er í stöðugri þróun og starfsfólk leggur sig fram við að bjóða upp á spennandi safnkost, faglega upplýsingaþjónustu, skemmtilega og fjölbreytta viðburðadagskrá. Við tökum vel á móti nýjum hugmyndum og erum tilbúin að styðja við og taka þátt í alls konar verkefnum sem við teljum eiga heima undir hatti bókasafnsins.

Staðsetning og samgöngur
Safnið er til húsa í Klébergsskóla við Kollagrund 2-6. Gengið er inn um aðalinngang Klébergsskóla, eins er hægt að nota inngang sunnan megin við húsið, við Klébergslaug. Bílastæði eru bæði við Klébergslaug og fyrir framan húsið. Aðkoma fyrir fatlaða að húsinu er ágæt. Hjólastæði eru nálægt inngangi.
Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó. Sjá nánar á vefsíðu straeto.is

Unnar Geir Unnarsson er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Klébergi, unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Klébergi
Kollagrund 2-6 116 Reykjavík
kleberg@borgarbokasafn.is | s. 411 6275

#borginokkar