12134217-2012_Hlidaskoli_40

Eldflaugin Frístundaheimili

Hamrahlíð 2, Reykjavík 105, 4115560

Opnunartími:
mán: 13.40 - 17.00
Þrið: 13.40 - 16.00
mið - fös: 13.40 - 17.00

Vefsíða: https://tjornin.is/fristundaheimili-6-9-ara/eldflaugin/

Eldflaugin er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Hlíðaskóla eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur frá 13:40-17:00. 1. og 2. bekkur hefur aðstöðu inni í kjallara skólans, 3. og 4.bekkur í rými aðeins ofar.

Forstöðukona:
Unnur Tómasdóttir, sími 411-5561, netfang: unnur.tomasdottir@rvkfri.is.

Aðstoðarforstöðukonur: Iða Þorradóttir, netfang: ida.thorradottir@rvkfri.is

Rúna Kristín Stefánsdóttir, netfang: runa.kristin.stefansdottir@rvkfri.is

Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo allir finni eitthvað við sitt hæfi. Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af ÖRYGGI – VIRÐINGU – VÆNTUMÞYKJU – VELLÍÐAN

Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í hverju frístundaheimili fyrir sig í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila er tengjast börnunum.

#borginokkar