BREIDHOLTSSKOLI_UTI

Bakkasel Frístundaheimili

Arnarbakki 1, Reykjavík 109, 411 7469

Opnunartími:
mán - fös: 13.40 - 17.00

Vefsíða: https://midberg.is/fristundaheimili-6-9-ara/bakkasel/

Bakkasel er frístundaheimili fyrir börn úr 1.-4. bekk í Breiðholtsskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Forstöðumaður er Tryggvi Dór Gíslason. Aðstoðarforstöðukona er Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir. Aðstoðarmaður forstöðumanns er Patrekur Litríkur Leó Róbertsson

Í Bakkaseli er opið alla daga frá kl .13:40 og til kl. 17:00. Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla og páskaleyfi er opið allan daginn í Bakkaseli frá kl. 08:00 – 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum.
Bakkasel er lokað í vetrarleyfi skólans.

Frístundaheimilið Bakkasel er starfrækt í fjórum færanlegum kennslustofum á lóð Breiðholtsskóla. Fyrsti og annar bekkur eru í þremur samliggjandi skúrum, en þriðji og fjórði bekkur er í skúrum við hlið sundlaugar Breiðholtsskóla.

Börnin mæta í Bakkasel kl. 13:40.
Alla daga er útivera fyrir 1.- 4. bekk.
Fastir liðir eru félagsmiðstöðin Bakkinn, útivera klúbba- og smiðjustarf ýmiss konar. Auk þessa er frjáls leikur stór hluti starfsins, einkum hjá yngstu börnunum . Einnig fylgjum við börnum sem stunda íþróttir eða aðrar tómstundir daglega í rútu sem keyrir þau á æfingar.

Klúbba- og smiðjustarf er í boði eftir útiveru, eða á milli klukkan 15 og 16 – 16.30. Þá er einnig í boði að fara í val. Meðal þess sem hefur verið í boði má nefna tískuklúbb, prjónaklúbb, útivistarklúbb, vísindaklúbb, bakstursklúbb, spilaklúbb, margvíslegar listasmiðjur og föndur og margt fleira. Auk þess voru starfræktir sérstakir klúbbar í tengslum við hæfileikakeppni, leiklistar- og kvikmyndahátíðir frístundaheimilanna.

#borginokkar