Ingunnarskoli

Ingunnarskóli

Maríubaugur 1, Reykjavík 113, 411 7828

Vefsíða: http://www.ingunnarskoli.is/

Í Ingunnarskóla er 1.-10. bekkur. Skólastjóri er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir.
Frístundaheimilið Stjörnuland er við Ingunnarskóla og félagsmiðstöðin Fókus.

Í Ingunnarskóla er stefnt að því að veita nemendum skólans bestu mögulegu tækifæri til að þroskast í fjölbreyttu og skapandi námsumhverfi. Leiðarljós skólans er að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi, virkir og ábyrgir einstaklingar sem geta tekist á við síbreytilegt samfélag. Þeir eru hvattir til að taka ábyrgð á eigin námi og stuðlað er að því að þeir sjái tilgang í vinnu sinni og verkefnum. Áhersla er á að efla nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og að þeir læri að leita sér upplýsinga með fjölbreyttum hætti. Mikilvægur þáttur í skólastarfinu er að örva sjálfstæða og gagnrýna hugsun og leitast er við að gera það á sem flestum sviðum skólastarfsins.

#borginokkar